Laugardagsmorgun, kosningar og skautar
Alveg ágætis morgun í dag. Vaknaði reyndar með ægilegan magaverk og stífan hnakka. Ástæðan er einföld, en margþætt. Ég sat hérna heima í gær og hreinlega hundleiddist og nennti ekki að læra á föstudagskveldi. Yfir mig koma þetta þvílíka hreingerningaæði sem ég vona að komi ekki aftur í bráð. Ég skúraði og skrúbbaði hvern fermetra hérna. Allt spegilgljáandi. Þá var klukkan orðin tæplegar 11 að kveldi og ég bara hoppaði í sturtu og rölti niður í bæ. Kom við á stað sem heitir Café Cuckoos Nest. Fékk mér þar Carls Special frá Carlsberg auðvitað. Mér finnst þetta alveg einstaklega góður bjór. Dökkur bjór er einmitt svona frekar í uppáhaldi hjá mér en ljós.
Anyway, á Cafe Klikk þá voru 3 spanjólar að syngja og spila á gítar. Virkilega skemmtilegir. Tóku m.a. Richi Valens La Bamba smellinn (reyndar á Richi Valense ekki lagið, en gerði það vinsælt á sínum tíma áður en hann fékk far með Buddy Holly í flugvél)
Eftir Kaffi Klikk kíkti ég í kringum mig í bænum og eiginlega naut þess bara að rölta um. Þarna á strætum miðbæjarins voru gamlir og nýir frambjóðendur til sveitastjórnar að kynna sín málefni fyrir lýðnum, sem var kannski ekki allur að taka jafnvel á móti fagnaðarerindinu. Sumir áheyrenda voru jú komnir djúpt í spíritisma helgarinnar.
Ég ákvað svo að láta þetta duga, kom við á einum af fjölmörgum skyndibitastöðum miðbæjarins og fékk tvær pizzusneiðar í box og kom mér heim.
Heima sat ég með pizzuna, vatn og stóran kodda og svo fartölvuna. Ég horfði á þætti sem kallast Klovn og eru bara ansi skemmtilegir danskir gamanþættir, sem reyndar fara alveg að mörkum þess að vera súrir.
Sem sagt borðaði pizzuna og sofnaði svo með stóra koddann. Þess vegna er mér illt í maganum, pizzan, og stífur í hnakkanum, koddinn. Já, varð að segja ykkur alla söguna.
Kosningar á þriðjudag...held ég og ég má kjósa. Ég hef hreinlega ekki hugmynd hvern ég skal kjósa, en langar að nýta réttinn. Maður á að kjósa, alltaf, ef maður hefur rétt til þess. Ég er nú búinn að hitta borgar/bæjarstjórann hann Anker Boye og þetta er nú bara ansi viðkunnalegur maður, en þegar maður heyrir hann tala um málefni borgarinnar þá virðist hann tala í sífellu um sama efnið bara á mismunandi vegu. Hmm, kannski er ég bara svona lélegur í dönsku. Jamm, læt þetta ráðast á þriðjudag.
Á eftir ætlar vinkona mín og fyrrum nágranni hún Dorte að draga mig með á skauta. Ég hef ekki staðið á skautum síðan ég var hvað 8-9 ára og það var bara á götunni í Hátúninu heima í Keflavík. Síðan þá held ég alveg örugglega að ég hafi staðið á hnífsblaði. Reyndar prufaði ég rúlluskauta í sumar með frekar skelfilegum afleiðingum. Finn ennþá til í vintstri olnboga. Þetta verður gaman væntanlega.
Ef ég blogga ekki meir þá vitið þið hvað hefur líklega gerst.
Lifið heil og jafnfætis,
Arnar Thor
Anyway, á Cafe Klikk þá voru 3 spanjólar að syngja og spila á gítar. Virkilega skemmtilegir. Tóku m.a. Richi Valens La Bamba smellinn (reyndar á Richi Valense ekki lagið, en gerði það vinsælt á sínum tíma áður en hann fékk far með Buddy Holly í flugvél)
Eftir Kaffi Klikk kíkti ég í kringum mig í bænum og eiginlega naut þess bara að rölta um. Þarna á strætum miðbæjarins voru gamlir og nýir frambjóðendur til sveitastjórnar að kynna sín málefni fyrir lýðnum, sem var kannski ekki allur að taka jafnvel á móti fagnaðarerindinu. Sumir áheyrenda voru jú komnir djúpt í spíritisma helgarinnar.
Ég ákvað svo að láta þetta duga, kom við á einum af fjölmörgum skyndibitastöðum miðbæjarins og fékk tvær pizzusneiðar í box og kom mér heim.
Heima sat ég með pizzuna, vatn og stóran kodda og svo fartölvuna. Ég horfði á þætti sem kallast Klovn og eru bara ansi skemmtilegir danskir gamanþættir, sem reyndar fara alveg að mörkum þess að vera súrir.
Sem sagt borðaði pizzuna og sofnaði svo með stóra koddann. Þess vegna er mér illt í maganum, pizzan, og stífur í hnakkanum, koddinn. Já, varð að segja ykkur alla söguna.
Kosningar á þriðjudag...held ég og ég má kjósa. Ég hef hreinlega ekki hugmynd hvern ég skal kjósa, en langar að nýta réttinn. Maður á að kjósa, alltaf, ef maður hefur rétt til þess. Ég er nú búinn að hitta borgar/bæjarstjórann hann Anker Boye og þetta er nú bara ansi viðkunnalegur maður, en þegar maður heyrir hann tala um málefni borgarinnar þá virðist hann tala í sífellu um sama efnið bara á mismunandi vegu. Hmm, kannski er ég bara svona lélegur í dönsku. Jamm, læt þetta ráðast á þriðjudag.
Á eftir ætlar vinkona mín og fyrrum nágranni hún Dorte að draga mig með á skauta. Ég hef ekki staðið á skautum síðan ég var hvað 8-9 ára og það var bara á götunni í Hátúninu heima í Keflavík. Síðan þá held ég alveg örugglega að ég hafi staðið á hnífsblaði. Reyndar prufaði ég rúlluskauta í sumar með frekar skelfilegum afleiðingum. Finn ennþá til í vintstri olnboga. Þetta verður gaman væntanlega.
Ef ég blogga ekki meir þá vitið þið hvað hefur líklega gerst.
Lifið heil og jafnfætis,
Arnar Thor
Ummæli